Wednesday, December 24, 2008

In our backyard


In our backyard
Originally uploaded by Róbert.

This is what our backyard looks like these days. Not at all usual for Christmas in Vancouver.

Svona er umhorfs úti í bakgarði hjá okkur. Það stefnir í hvít jól, sem er harla óvenjulegt hérna í Vancouver. Ég las í blaði í dag að tölfræðilega væru líkurnar á hvítum jólum hér um það bil 11%. Í Ottawa ku líkurnar vera 100%.

Jólaundirbúningi er næstum lokið, enda ekki seinna vænna. Ég á eftir að kaupa eina eða tvær gjafir og pakka öllu saman. Þarf líka að hjálpa börnunum að kaupa eitthvað handa Natalie. Guðrún stakk upp á nýrri tölvu, enda örlát á annarra manna fé. Jóhannes var ögn hógværari. Hann stakk uppá te könnu. Hann gaf henni nefnilega te könnu í afmælisgjöf og hún var svo ánægð að hann vill endurtaka þann leik. Hann áttar sig kannski ekki alveg á því að ein te kanna er trúlega nóg.

Thursday, December 18, 2008

White Christmas


It looks like we'll be having a white Christmas this year.

Saturday, November 08, 2008

Sigur Rós í Vancouver


The climax of the gig
Originally uploaded by A Hermida.

Ég fór á tónleika með Sigur Rós hérna í Vancouver í Október, uppblásinn af ættjarðarstolti. Eins og búast mátti við voru þeir frábærir og það dró ekki úr íslendings rembingnum að sjá troðfullan salinn ærast af ánægju yfir frammistöðu 'strákanna okkar.' Það var löngu uppselt og ég varð að kaupa mér miða af EBay á fjórföldu verði. En ég sá ekki eftir því. Þeir voru hverrar krónu virði.

Þessi mynd er ekki mín. Ég fékk hana að láni á Flickr, frá einhverjum sem laumaði myndavél með sér inn þó slíkt væri harðbannað.

Sunday, May 04, 2008

Sigrun and Kristin home at last


Sigrun and Kristin home at last
Originally uploaded by Róbert.

I have been neglecting this blog for a while, despite hugely eventful times for my family. Natalie gave birth (by an emergency c-section) on April 17. As we already knew, we got two little girls, Sigrun and Kristin. Being five weeks premature, they had to spend the first two weeks of their lives in the special care nursery, where we would visit them every day for several hours.

Yesterday they were finally ready to come home, and in the photo you see them spending their first night at home in their crib. Right now they are very peaceful and content, and absolutely delightful to be with, sleeping most of the time. But, we are under no illusion; we know this is the honeymoon period, and they will grow more energetic and feisty as they grow older, and they will become more challenging very soon. But, for now we will enjoy the calm before the storm and not think too much about what is to come.

Saturday, December 01, 2007

Surprise, surprise!

Life has a way of sneeking up on you when you least expect. You make plans until you are blue in the face; sitting at the kitchen table with a pen and paper, anticipating every detail, calculating every variable. And then, life happens. A hurrycane; a tsunami; a flat tire at an inopportune moment; or ... the mysterious splitting of a microscopic zygote. Your plans go out the window, and you head back to the drawing board to think things all over again.

Some of you know this already. For those who don't: Natalie and I are adding to our family. After our son, Johannes, was born we thought we had done our part in the propagation of the species, and as he and his big sister grew increasingly raucous and more imaginative in their ways of exhausting and exasperating their parents, our conviction grew: this was it! No more rumbunctious little rascals for us, thank you. But, then there are times when they really are absolutely delightful, and when these occasions last for more than five minutes you start to think that, maybe one more wouldn't be so bad. Just ONE more, and that's it! Last summer we decided that one more would be just right.

So, ... Natalie is pregnant, approximately 15 weeks, and, yes, it was intentional. Until this Friday we thought we were expecting our third child. Then Natalie had her first ultrasound, and here is what we saw:


If you are wondering what the "AA" and "BB" mean, they refer to baby A and baby B. Yes, there are two of them! The radiologist wasn't entirely sure, but he thinks they are identical girls. At first, the news felt kind of like being hit by an eighteen wheeler, ... not that I have ever tried, but I can imagine the blow. Then the initial shock quickly gave way to absolute joy and excitement: What is better than an adorable little baby girl? Of course, TWO adorable little baby girls! (although, of course, with more than two, the law of diminishing returns might kick in).

The due date is May 22, but apparently twins are often slightly premature, so we'll be ready by the beginning of May. May 15th would be ideal; that's my father's birthday. The 14th would be okay to; that's my parent's wedding anniversary.

And now, back to the drawing table ...

"Freedom 55" suddenly seems a little less realistic. Also, a sedan won't do; we need a minivan. A lucky thing we bought a five bedroom house, ... but where do I put my home office? Etc.

Thursday, October 11, 2007

Nýjasta nýtt

Jæja, það eru að verða liðnir þrír mánuðir síðan ég skrifaði hér síðast. Alltof langt.

Það hefur ýmislegt gerst á þessum tíma. Við Natalie fórum til Los Angeles í nokkra daga í Ágúst. Ég hef farið í tvær vinnuferðir til Toronto og eina til Viktoríu. Natalie er orðin deildarstjóri í ensku fyrir útlendinga. Börnin vaxa auðvitað með hverri vikunni. Jóhannes kominn í skóla. Hann er í forskóla (kindergarten kalla þeir það hér). Guðrún byrjuð í öðrum bekk.

Við erum líka orðin landeigendur aftur. Við tókum við húsinu sem ég sagði ykkur frá hér fyrir neðan þann 20. September. Við erum ekki flutt inn, heldur höfum við verið að þrífa og dytta að ýmsu. Á mánudaginn á að byrja að setja ný gólf á efri hæðina, og eftir um það bil mánuð kemur nýtt eldhús og nýjir gluggar. Og á meðan þetta er allt að gerast ætla ég að mála allt hátt og lágt. Það verður ennþá ýmislegt að breyta og bæta eftir þessa fyrstu törn, en þetta er ágæt byrjun. Við tökum baðherbergin í gegn seinna, og gólfin á neðri hæðinni bíða betri tíma.

Ég hlakka mikið til að búa loks í mínu eigin heimili. Það hefur svosem ekki farið illa um okkur hérna hjá tengdó. En það er kominn tími að búa undir eigin þaki, ... kominn svona langt á þrítugs aldurinn.

Saturday, July 21, 2007

Fasteignabrask

Eins og þið vitið sum höfum við Natalie verið að hugsa okkur til hreyfings. Við erum orðin þreytt á að búa í kjallaranum hjá tengdó, en höfum heldur engan áhuga á að flytja í húsið okkar í austurborginni. Við settum þess vegna húsið okkar í austur Vancouver á sölu en ætluðum svo að taka okkur tíma til að ákveða hvað skyldi gera næst, þ.e.a.s. leigja eða kaupa, og þá hvar.

Húsið okkar seldist fljótt, eins og við var að búast af húsi í þessum verðflokki. Það er erfitt að fá íbúðarhæft hús í Vancouver fyrir minna en 650,000 dollara. En, okkar bið og umhugsun varð skemmri en við höfðum ætlað okkur. Við erum búin að gera samning um kaup á þessu húsi í Norður Vancouver, um það bil tveggja mínútna akstur þaðan sem við búum núna:


Þetta er ódýrasta húsið í dýrasta hverfi Norður Vancouver. Um það bil 180 fermetrar, fimm svefnherbergi í allt, með tveggja svefnherbergja leiguíbúð á neðri hæðinni. Við fáum afhent í byrjun Október, en við ætlum að flikka uppá ýmislegt, til dæmis eldhúsið og baðherbergið, áður en við flytjum inn. Við verðum vonandi flutt inn fyrir jól.


Aðal kosturinn við þetta hús er staðsetningin. Guðrún og Jóhannes munu halda áfram í sama skóla og foreldrar Natalie eru ekki nema tvo kílómetra í burtu, þannig að þau munu áfram geta hjálpað til með barnapössun. Annar kostur sem okkur líkar vel er að lóðin er sæmilega stór og í bakgarðinum er að finna svolítinn túnblett, brekku, nokkur stór tré, runna or kjarr, og síðast en ekki síst heitann pott! Hérna er brekkan fyrir ofan húsið. Lóðin nær nokkra metra út fyrir myndina.


Og hér er potturinn og pallurinn.



Börnin eru svakalega spennt að flytja, ekki síst vegna þess að ég er búinn að lofa þeim trjáhýsi. Guðrún sagði mér í gær að hún vildi þriggja hæða hús, svo það bíður mín heilmikil byggingavinna.